Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2024 15:17 Undirrituð lagði á dögunum upp í ferðalag með samflokksmönnum sem skipa efstu fjögur sætin í framboði okkar í Suðurlandskjördæmi. Það var hugur og tilhlökkun í lofti, þarna gæfist tækifæri á að kynnast betur, við yrðum saman næstu þrjá daga í blíðu og stríðu. Það er líka tilhlökkunarefni, að hitta kjósendur á sínum heimaslóðum, fá tækifæri til að hlusta eftir væntingum og vonum landsbyggðarfólks. Þá jafnast fátt á við þá náttúrufegurð, sem blasir við úr öllum áttum þegar ekið er austur að Höfn í Hornafirði. Ég nýt þeirra forréttinda að ferðast um land mitt, mín tilhlökkun í þessu ferðalagi, var að aka undir uppáhalds fjallið mitt, Lómagnúp. Það er eitthvað við tignarlegt fjallið, sem ekki er hægt að útskýra. Það býr í fjallinu dulin kraftur, sem ég skynja sterkt við rætur þess. Mögulega gæti ég verið undir áhrifum Jötunsins sem hefur staðið hefur á toppnum, frá upphafi Íslandssögunar og kallað þaðan nöfn feigra. Fyrsti áningarstaður, Vík í Mýrdal, hittum þar fyrir hið virðulega Öldungaráð sem tók á móti fjórmenningunum með kostum og kynjum. Þeim er efst í huga, samgöngumál. Þessir herramenn hafa ljóst og leynt barist fyrir í fjörutíu ár, (takið eftir fjörutíu ár) að sveitarfélagið fái leyfi fyrir stuttum jarðgöngum í gegnum Reynisfjall, mikið öryggis atriði og samgöngubót fyrir alla. Ég sem leiðsögumaður, hafandi ekið um Reynisfjall í allskonar færð og veðrum, tengi sterkt við áhyggjur þeirra. Hér þarf að girða í brók og koma þessari framkvæmd á koppinn, öryggi þúsunda vegfarenda sem um fjallið ferðast daglega, er í húfi. Ég leyfi mér að setja hér brot úr kvæði sem kom frá einum úr ráðinu. Viltu að gatan sé þér greið,viltu heldur verri leið?Valið, þitt að velja!Viltu aka óraveg,og aðeins fyrir klettanef.Sumir skárra telja! Þetta kvæðabrot segir það sem þarf, þegar kemur að forgangi í samgöngumálum. Í forgangi er höfuðborgin og nærsveitir! Í nærumhverfi Reykjavíkur eru nánast allir sveita vegir malbikaðir, eftir því sem að fjær dregur, minnkar þjónustan. Gömul frétt og ný, það virðist rótgróið sjónarmið að landsbyggðin geti bara sætt sig við ástandið, fólk kýs jú sjálft að búa þar. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa frá árinu 1916, og 1929, fengið ótal tækifæri til að snúa þessari þróun við, en hafa í seinni tíð, horft of mikið fram hjá landsbyggðinni. Mér er sama þó einhverjar excel tölur á blaði eigi að sýna fram á að “þetta sé allt að koma”. Það nægir að ferðast um landið, skynja uggvænlega þróun í heilbrigðis, byggðar og samgöngumálum. Einbreiðar brýr enn við lýði á þjóðvegi sem og hættulega mjóir tvíbreiðir vegir. Gríðarleg aukning á umferð skapar stórauknar hættur. Sorgleg staða í velmegunar þjóðfélagi. Við eigum rétt á sem jöfnustum lífskjörum, óháð búsetu. Það er nægt fjármagn til ráðstöfunnar, en kökunni er ójafnt skipt. Mín trú er sú að þjóðin láti ekki lengur bjóða sėr mismunun, og velji rétt þann 30 nóvember. Næsti áningarstaður Höfn í Hornafirði. Þegar austar dregur verður landslagið stórfenglegra, óspillt náttúrufegurðin er slík að ekki verður lýst í stuttri grein. Höfn er fallegur bær, svo að ég sletti nú ofan í mitt fagra móðurmál, með million dollar view allt, um kring. Við borðuðum kvöldverð á Pakkhúsinu sem fær topp einkunn. Héldu svo líflegan og góðan íbúafund á Hafinu. Á Höfn liggur íbúum helst á hjarta, samgöngur, heilbrigðismál og sú kalda staðreynd að yfir vofir, lokun á námsbraut innan Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Fjallamennska er kennsla í leiðsögn, sem metin er til eininga, það er komin námsbraut, góð stjórnun og yfir fimmtíu nemendur þegar að læra fagið. Menntamálaráðuneytið hefur nú beitt niðurskurði á fjárveitingu til skólans, virðist vilja flytja námsbrautina, helst til Reykjavíkur! Flytja hana úr krefjandi og hrikalegu landslagi sem virkilega reynir á hugkvæmi og þol nemenda, sem þegar fá bestu fáanlegu kennslu í að fyrirbyggja hörmuleg slys, líkt og það sem varð nú síðast í Breiðamerkurjökli. Auðvitað á að nýta stórbrotin fjöllin, jöklana og hafið við Höfn í Hornafirði! Styrkja um leið byggðina og samfélagið þar, byggja eða nýta annað húsnæði fyrir heimavist, tryggja með því undirstöður samfélagsins. Við heimsóttum hjúkrunarheimilið Skjólgarð, ekki hefðbundið hjúkrunarheimili fyrir aldraða, þar dvelja líka fullorðnir einstaklingar sem eiga glæpaferil að baki, glíma við geðræna sjúkdóma og fíknisjúkdóm. Ólánsmenn dvelja þarna innan um aðra íbúa. Þetta þykir mér algjörlega óásættanlegt, fólk sem dvelur sín síðustu æviár inn á hjúkrunarheimili, á rétt á að upplifa sig öruggt, án áreitis. Geðfatlaðir einstaklingar eiga rétt á öruggu úrræði, sem næst heimahögum. Á Höfn dvelja menn brott- fluttir alla leið úr Reykjavík, vegna skorts á úrræðum. Starfsfólk í Skjólgarði vinnur fórnfúst starf við erfiðar aðstæður, nýbygging sem hefur verið í framkvæmd frá árinu 2019, er enn ekki orðin að veruleika. Þegar það verður fá íbúar loks langþráð sér rými og sér baðherbergi. Árið 2024 eru sjálfsögð mannréttindi, eins og það að hafa sitt einka rými og salerni vanvirt vegna fjársveltis til heilbrigðis og velferðamála, að mínu mati gert í skjóli fjarlægðar. Allt annað er upp á teningnum í mínum góða heimabæ Þorlákshöfn. Ég vinn í litlum þjónustukjarna þar, sem telur sex íbúða búsetuúrræði fyrir einstaklinga með geðræna og eða þroska hömlun. Allir hafa tveggja herbergja íbúð til umráða, hvort sem þeir vegna fortíðar sinnar, þurfa sólarhrings gæslu eða ekki. Hróplegur munur er hér á aðstöðu á milli landshluta! Frá Höfn ekið til baka á Kirkjubæjarklaustur, þar kveður við bjartari tón þegar kemur að aðstöðu fyrir aldraða. Klausturhólar er nútímalegt heimili, mikið pláss og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Á heimilinu dvelur háaldraður höfðingi, sem hreyfði við okkur öllum, hann söng án undirleiks djúpri og hljómmikilli röddu lagið, Til eru fræ, eftir Davíð Stefánsson. Þessi hrumi öldungur sem studdi sig við göngugrind, lifnaði allur við þegar hann söng, svo unun var sjá og hlusta. Íbúar á Kirkjubæjarklaustri deila sömu áhyggjum og aðrir af samgöngum, heilbrigðismálum og skorti á þjónustu. Eftir Kirkjubæjarklaustur lá leið með Herjólfi til Vestmannaeyja, við upplifðum ótryggar samgöngur einn dag, líkt og Vestmanneyingar gera mánuðum saman. Felldar niður ferðir þennan dag vegna sjólalags, óvíst um hríð, hvort við myndum ná til Eyja. En úr rættist, við sigldum, þremur tímum á eftir áætlun. Héldum í Eyjum líflegan og mjög vel sóttan íbúafund í Súlnasalnum. Upp komu eins og áður samgöngur, jarðganga gerð og heilbrigðismál og flugsamgöngur, sem eru að mati íbúa í ólestri og þarfnast úrræða strax. Þar steig líka fram kona sem ræddi reynslu sína af sprungnu heilbrigðiskerfi eftir að hafa greinst með Brca, reynsla hennar er efni í aðra grein. Mikið líf í ferðaþjónustu yfir sumarið hrynur niður í núll yfir vetrartímann með tilheyrandi erfiðleikum og óöryggi. Allstaðar deildu íbúar áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu heimila, sjávarútvegi, smáfyrirtækja, verðtryggingu lána og okur stýrivöxtum Seðlabankans, sem eru enn 9% þrátt fyrir að verðbólgan hafi lækkað um, um það bil helming, er núna 5,1%, stefnir í að lækka niður í 4,5% Aðrir stjórnmálaflokkar tala um að lækka verði verðbólgu, hún er ekki skaðvaldurinn, það eru glæpsamlega háir stýrivextir, sem valda skaða. Seðlabankinn kippir ekki í spottann fyrr en hagnaður bankana, gullgæsin sjálf er trygg, á kostnað almennings sem er blóðmjólkaður. Siðleysið algjört að mati Flokks fólksins, jafnvel látið í veðri vaka að verðtrygging lána sé einhverskonar bjargvættur, sér íslenskt lögmál. Við slitum frábærum fundi í Eyjum fyrr en áætlað var, enn olli röskun á samgöngum okkur vandræðum. Herjólfur sigldi bara í Þorlákshöfn og flýtti ferðabókun okkar um klukkutíma. Tíminn var nýttur á meðan að þriggja tíma siglingin stóð yfir, til að fara yfir einstaklega fræðandi og skemmtilegt ferðalag okkar um Suðurlands kjördæmið. Þrír dagar hreinlega þutu hjá, en skildu samt svo mikið eftir. Það er fólkið sem byggir landið og mismunandi kjör þess og aðstæður þess, sem stendur upp úr eftir ferðalagið. Það er algjörlega óásættanlegt að gert sé upp á milli fólks, eftir því hvar það býr á landinu! Fólk á tilkall til sömu réttinda, óháð búsetu. Ekki satt? Höfundur skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Elín Íris Fanndal Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirrituð lagði á dögunum upp í ferðalag með samflokksmönnum sem skipa efstu fjögur sætin í framboði okkar í Suðurlandskjördæmi. Það var hugur og tilhlökkun í lofti, þarna gæfist tækifæri á að kynnast betur, við yrðum saman næstu þrjá daga í blíðu og stríðu. Það er líka tilhlökkunarefni, að hitta kjósendur á sínum heimaslóðum, fá tækifæri til að hlusta eftir væntingum og vonum landsbyggðarfólks. Þá jafnast fátt á við þá náttúrufegurð, sem blasir við úr öllum áttum þegar ekið er austur að Höfn í Hornafirði. Ég nýt þeirra forréttinda að ferðast um land mitt, mín tilhlökkun í þessu ferðalagi, var að aka undir uppáhalds fjallið mitt, Lómagnúp. Það er eitthvað við tignarlegt fjallið, sem ekki er hægt að útskýra. Það býr í fjallinu dulin kraftur, sem ég skynja sterkt við rætur þess. Mögulega gæti ég verið undir áhrifum Jötunsins sem hefur staðið hefur á toppnum, frá upphafi Íslandssögunar og kallað þaðan nöfn feigra. Fyrsti áningarstaður, Vík í Mýrdal, hittum þar fyrir hið virðulega Öldungaráð sem tók á móti fjórmenningunum með kostum og kynjum. Þeim er efst í huga, samgöngumál. Þessir herramenn hafa ljóst og leynt barist fyrir í fjörutíu ár, (takið eftir fjörutíu ár) að sveitarfélagið fái leyfi fyrir stuttum jarðgöngum í gegnum Reynisfjall, mikið öryggis atriði og samgöngubót fyrir alla. Ég sem leiðsögumaður, hafandi ekið um Reynisfjall í allskonar færð og veðrum, tengi sterkt við áhyggjur þeirra. Hér þarf að girða í brók og koma þessari framkvæmd á koppinn, öryggi þúsunda vegfarenda sem um fjallið ferðast daglega, er í húfi. Ég leyfi mér að setja hér brot úr kvæði sem kom frá einum úr ráðinu. Viltu að gatan sé þér greið,viltu heldur verri leið?Valið, þitt að velja!Viltu aka óraveg,og aðeins fyrir klettanef.Sumir skárra telja! Þetta kvæðabrot segir það sem þarf, þegar kemur að forgangi í samgöngumálum. Í forgangi er höfuðborgin og nærsveitir! Í nærumhverfi Reykjavíkur eru nánast allir sveita vegir malbikaðir, eftir því sem að fjær dregur, minnkar þjónustan. Gömul frétt og ný, það virðist rótgróið sjónarmið að landsbyggðin geti bara sætt sig við ástandið, fólk kýs jú sjálft að búa þar. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa frá árinu 1916, og 1929, fengið ótal tækifæri til að snúa þessari þróun við, en hafa í seinni tíð, horft of mikið fram hjá landsbyggðinni. Mér er sama þó einhverjar excel tölur á blaði eigi að sýna fram á að “þetta sé allt að koma”. Það nægir að ferðast um landið, skynja uggvænlega þróun í heilbrigðis, byggðar og samgöngumálum. Einbreiðar brýr enn við lýði á þjóðvegi sem og hættulega mjóir tvíbreiðir vegir. Gríðarleg aukning á umferð skapar stórauknar hættur. Sorgleg staða í velmegunar þjóðfélagi. Við eigum rétt á sem jöfnustum lífskjörum, óháð búsetu. Það er nægt fjármagn til ráðstöfunnar, en kökunni er ójafnt skipt. Mín trú er sú að þjóðin láti ekki lengur bjóða sėr mismunun, og velji rétt þann 30 nóvember. Næsti áningarstaður Höfn í Hornafirði. Þegar austar dregur verður landslagið stórfenglegra, óspillt náttúrufegurðin er slík að ekki verður lýst í stuttri grein. Höfn er fallegur bær, svo að ég sletti nú ofan í mitt fagra móðurmál, með million dollar view allt, um kring. Við borðuðum kvöldverð á Pakkhúsinu sem fær topp einkunn. Héldu svo líflegan og góðan íbúafund á Hafinu. Á Höfn liggur íbúum helst á hjarta, samgöngur, heilbrigðismál og sú kalda staðreynd að yfir vofir, lokun á námsbraut innan Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Fjallamennska er kennsla í leiðsögn, sem metin er til eininga, það er komin námsbraut, góð stjórnun og yfir fimmtíu nemendur þegar að læra fagið. Menntamálaráðuneytið hefur nú beitt niðurskurði á fjárveitingu til skólans, virðist vilja flytja námsbrautina, helst til Reykjavíkur! Flytja hana úr krefjandi og hrikalegu landslagi sem virkilega reynir á hugkvæmi og þol nemenda, sem þegar fá bestu fáanlegu kennslu í að fyrirbyggja hörmuleg slys, líkt og það sem varð nú síðast í Breiðamerkurjökli. Auðvitað á að nýta stórbrotin fjöllin, jöklana og hafið við Höfn í Hornafirði! Styrkja um leið byggðina og samfélagið þar, byggja eða nýta annað húsnæði fyrir heimavist, tryggja með því undirstöður samfélagsins. Við heimsóttum hjúkrunarheimilið Skjólgarð, ekki hefðbundið hjúkrunarheimili fyrir aldraða, þar dvelja líka fullorðnir einstaklingar sem eiga glæpaferil að baki, glíma við geðræna sjúkdóma og fíknisjúkdóm. Ólánsmenn dvelja þarna innan um aðra íbúa. Þetta þykir mér algjörlega óásættanlegt, fólk sem dvelur sín síðustu æviár inn á hjúkrunarheimili, á rétt á að upplifa sig öruggt, án áreitis. Geðfatlaðir einstaklingar eiga rétt á öruggu úrræði, sem næst heimahögum. Á Höfn dvelja menn brott- fluttir alla leið úr Reykjavík, vegna skorts á úrræðum. Starfsfólk í Skjólgarði vinnur fórnfúst starf við erfiðar aðstæður, nýbygging sem hefur verið í framkvæmd frá árinu 2019, er enn ekki orðin að veruleika. Þegar það verður fá íbúar loks langþráð sér rými og sér baðherbergi. Árið 2024 eru sjálfsögð mannréttindi, eins og það að hafa sitt einka rými og salerni vanvirt vegna fjársveltis til heilbrigðis og velferðamála, að mínu mati gert í skjóli fjarlægðar. Allt annað er upp á teningnum í mínum góða heimabæ Þorlákshöfn. Ég vinn í litlum þjónustukjarna þar, sem telur sex íbúða búsetuúrræði fyrir einstaklinga með geðræna og eða þroska hömlun. Allir hafa tveggja herbergja íbúð til umráða, hvort sem þeir vegna fortíðar sinnar, þurfa sólarhrings gæslu eða ekki. Hróplegur munur er hér á aðstöðu á milli landshluta! Frá Höfn ekið til baka á Kirkjubæjarklaustur, þar kveður við bjartari tón þegar kemur að aðstöðu fyrir aldraða. Klausturhólar er nútímalegt heimili, mikið pláss og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Á heimilinu dvelur háaldraður höfðingi, sem hreyfði við okkur öllum, hann söng án undirleiks djúpri og hljómmikilli röddu lagið, Til eru fræ, eftir Davíð Stefánsson. Þessi hrumi öldungur sem studdi sig við göngugrind, lifnaði allur við þegar hann söng, svo unun var sjá og hlusta. Íbúar á Kirkjubæjarklaustri deila sömu áhyggjum og aðrir af samgöngum, heilbrigðismálum og skorti á þjónustu. Eftir Kirkjubæjarklaustur lá leið með Herjólfi til Vestmannaeyja, við upplifðum ótryggar samgöngur einn dag, líkt og Vestmanneyingar gera mánuðum saman. Felldar niður ferðir þennan dag vegna sjólalags, óvíst um hríð, hvort við myndum ná til Eyja. En úr rættist, við sigldum, þremur tímum á eftir áætlun. Héldum í Eyjum líflegan og mjög vel sóttan íbúafund í Súlnasalnum. Upp komu eins og áður samgöngur, jarðganga gerð og heilbrigðismál og flugsamgöngur, sem eru að mati íbúa í ólestri og þarfnast úrræða strax. Þar steig líka fram kona sem ræddi reynslu sína af sprungnu heilbrigðiskerfi eftir að hafa greinst með Brca, reynsla hennar er efni í aðra grein. Mikið líf í ferðaþjónustu yfir sumarið hrynur niður í núll yfir vetrartímann með tilheyrandi erfiðleikum og óöryggi. Allstaðar deildu íbúar áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu heimila, sjávarútvegi, smáfyrirtækja, verðtryggingu lána og okur stýrivöxtum Seðlabankans, sem eru enn 9% þrátt fyrir að verðbólgan hafi lækkað um, um það bil helming, er núna 5,1%, stefnir í að lækka niður í 4,5% Aðrir stjórnmálaflokkar tala um að lækka verði verðbólgu, hún er ekki skaðvaldurinn, það eru glæpsamlega háir stýrivextir, sem valda skaða. Seðlabankinn kippir ekki í spottann fyrr en hagnaður bankana, gullgæsin sjálf er trygg, á kostnað almennings sem er blóðmjólkaður. Siðleysið algjört að mati Flokks fólksins, jafnvel látið í veðri vaka að verðtrygging lána sé einhverskonar bjargvættur, sér íslenskt lögmál. Við slitum frábærum fundi í Eyjum fyrr en áætlað var, enn olli röskun á samgöngum okkur vandræðum. Herjólfur sigldi bara í Þorlákshöfn og flýtti ferðabókun okkar um klukkutíma. Tíminn var nýttur á meðan að þriggja tíma siglingin stóð yfir, til að fara yfir einstaklega fræðandi og skemmtilegt ferðalag okkar um Suðurlands kjördæmið. Þrír dagar hreinlega þutu hjá, en skildu samt svo mikið eftir. Það er fólkið sem byggir landið og mismunandi kjör þess og aðstæður þess, sem stendur upp úr eftir ferðalagið. Það er algjörlega óásættanlegt að gert sé upp á milli fólks, eftir því hvar það býr á landinu! Fólk á tilkall til sömu réttinda, óháð búsetu. Ekki satt? Höfundur skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun