Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar 14. nóvember 2024 14:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar