Skoðun

Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosninga­rétt sinn og að mynda sér eigin skoðun

Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík.

Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann.

Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því.

Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við.

Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað.

Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.




Skoðun

Skoðun

Hin­segin réttindi til fram­tíðar

Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar

Sjá meira


×