Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. nóvember 2024 09:16 Í samtímanum er áberandi sú afstaða til Biblíunnar að hún eigi ekki erindi, sökum þess að sögur hennar standist ekki sögulega eða vísindalega skoðun. Sú afstaða byggir á misskilningi á eðli Biblíunnar og þeirrar stórsögu sem Biblían segir, en Biblíusögur gera hvorki tilkall til að vera sagnfræði í nútíma skilningi né vísindi. Sem dæmi um slíka umræðu mætti nefna annarsvegar þá tilhneigingu að stilla sköpunarsögu Biblíunnar upp gegn Miklahvellskenningunni og hinsvegar að þróunarkenning Darwin afsanni söguna af Adam og Evu. Slíka skautun, sem finna má bæði meðal þeirra sem aðhyllast bókstaflega túlkun á Biblíutextum og þeim sem sjá í Biblíusögum ógn við vísindahyggju, er hvorki að finna hjá þeim kirkjudeildum sem gera kröfu um háskólamenntun presta né í almennri guðfræði. Ég þekki engin dæmi þess að kennari við guðfræðideild Háskóla Íslands eða þjóðkirkjuprestur hafi haldið slíkri bókstafshyggju á lofti. Þvert á móti liggur Charles Darwin hinstu hvílu inni í Westminster Abbey, til að heiðra framlag hans til náttúruvísinda, en sú kirkja er höfuðkirkja ensku biskupakirkjunnar. Adam og Eva og aldingarðurinn Eden Á upphafssíðum Biblíunnar er að finna táknsögur sem miðla sannindum um eðli alheimsins og uppruna mannkyns og eiga erindi inn í samtíma okkar, með sama hætti og þær hafa auðgað vestræna menningu frá fornöld til okkar daga. Sköpunarsagan, sagan af Adam og Evu, segir allt mannkyn vera af einum manni og einni konu komið og það hefur erfðafræði nútímans staðfest. Þekking okkar á þeim karlmanni sem sameiginlegur Y-litningur og þeirri konu sem sameiginlegur hvatberi alls mannkyns kemur frá hefur fleygt fram á þessari öld og þau eru réttnefnd í vísindunum Adam og Eva. Rannsóknir þessar hafa leitt í ljós að við erum skyldari hvert öðru en áður var talið og af því leiðir að við berum ábyrgð hvert á öðru. Sagan af Adam og Evu er hvorki sagnfræði né erfðafræði, heldur áminning um að við erum öll frændur og frænkur og berum sem slík ábyrgð hvert á öðru. Mannkynið allt er ein fjölskylda og við tilheyrum sem slík hvert öðru og berum fjölþættar skyldur til allra. Sagan af Adam og Evu gengur lengra en að fjalla um upphaf mannkyns, heldur fjallar sagan um ábyrgð mannsins gagnvart náttúrunni. Aldingarðurinn Eden er táknmynd fyrir það ástand þegar náttúran er óspillt og í jafnvægi. Guð mótaði „manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera. Þá plantaði Drottinn Guð aldingarð í Eden, í austri, og setti þar manninn sem hann hafði mótað. [...] Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“ Hér er ekki um náttúrufræði að ræða, heldur hugsjón um ástand og köllun til ábyrgðar. Við erum órofahluti náttúrunnar, „af moldu ertu komin“, og okkur ber að yrkja og gæta sköpunarinnar. Paradísarmissir, Kain og Abel Sagan heldur áfram og Eva og Adam öðlast þekkingu, þau eta af „skilningstré góðs og ills“, ávöxtum hvers fylgja bæði framfarir og skömm, þau uppgötva nekt sína og blygðan, sem og dauði. Sagan af Paradísarmissi er saga framfara og fórnarkostnaðar, brottrekstrinum úr aldingarðinum er lýst sem upphafi landbúnaðar, aðdraganda iðnaðar. „Guð lét manninn fara úr aldingarðinum Eden til þess að yrkja jörðina sem hann var tekinn af“. Í kjölfarið eignast Adam og Eva tvo syni, Kain og Abel, en þeir eru táknmyndir samfélagsgerða: „Abel varð hjarðmaður en Kain akuryrkjumaður“. Mannfræðingar hafa gert sér í hugarlund að samfélagsgerðir hafi þróast frá því að lifa af náttúrunni sem safnarar, yfir í hirðingjasamfélög sem fylgdu hjörðum og höfðu því ekki fasta viðveru, yfir í landbúnað þar sem flóknari samfélagsgerðir mynduðust í gegnum akuryrkju. Breyting kallar alltaf á átök og hirðingjasamfélög og akuryrkjusamfélög þrífast illa í samkeppni um takmörkuð landgæði, „á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann.“ Sagan af Kain og Abel er ekki mannfræði, þó hún lýsi með beinum hætti áföngum í uppbyggingu samfélaga, heldur er hún táknsaga sem greinir mannlegt eðli. Sagan fjallar um átök um takmörkuð gæði og afleiðingar þeirra – stríð. Þá sagði Drottinn við Kain: „Hvar er Abel, bróðir þinn?“ Kain svaraði: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“ Drottinn sagði: „Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. Þegar þú yrkir jörðina skal hún ekki framar gefa þér uppskeru sína. Landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðinni.“ Biblíusögur og samtíminn Þau sem gera kröfu um bókstaflegan lestur á táknsögum Biblíunnar, hvort sem það er í nafni trúar eða trúleysis, gera það í grundvallarmisskilningi á eðli þeirrar stórsögu sem Biblían segir. Sköpunarsögur 1. Mósebókar eru tvær, sú fyrri er ljóð sem segir heiminn skapaðan á sjö dögum og kynin samtímis, og sú síðari prósi sem segir Guð hafa skapað manninum „meðhjálp við hæfi“ úr rifbeini. Þá eru Adam og Eva fyrsta fólkið, en sonur þeirra eignast konu og tengdadætur. Slíkar þverstæður í frásögninni afsanna í hugum gagnrýnenda sannleiksgildi sagnanna, en svo djúpar eru þessar frásagnir að þær eru varla yfirsjón frá hendi þeirra sem rituðu þær. Sköpunarsögur Biblíunnar eru táknsögur sem miðla sannindum um eðli tilveru okkar, sem ná útyfir svið vísinda og sagnfræði og spyrja um merkingu og ábyrgð. Adam og Eva segja okkur öll vera systkini, ráðsmennskuhlutverk þeirra yfir sköpuninni er arfleifð okkar og afleiðingar þess að misnota náttúruna eru okkur vel þekktar í samtímanum. Framfarir okkar hafa valdið dauða, tegundadauða og loftslagsdauða, og munu á endanum útrýma mannkyni ef ekkert er að gert. Kain og Abel fjallar um stríðsátök, innan og á milli samfélaga, og það er ekkert í mannlegri hegðun sem veldur jafn mikilli eyðileggingu á náttúru og fólki en stríð. Á ég að gæta bróður míns?, spurði Kain, og afleiðingar morðsins voru uppskerubrestur og landflótti. Svarið blasir við, en til að geta spurt slíkra grundvallarspurninga þurfum við táknsögur Biblíunnar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í samtímanum er áberandi sú afstaða til Biblíunnar að hún eigi ekki erindi, sökum þess að sögur hennar standist ekki sögulega eða vísindalega skoðun. Sú afstaða byggir á misskilningi á eðli Biblíunnar og þeirrar stórsögu sem Biblían segir, en Biblíusögur gera hvorki tilkall til að vera sagnfræði í nútíma skilningi né vísindi. Sem dæmi um slíka umræðu mætti nefna annarsvegar þá tilhneigingu að stilla sköpunarsögu Biblíunnar upp gegn Miklahvellskenningunni og hinsvegar að þróunarkenning Darwin afsanni söguna af Adam og Evu. Slíka skautun, sem finna má bæði meðal þeirra sem aðhyllast bókstaflega túlkun á Biblíutextum og þeim sem sjá í Biblíusögum ógn við vísindahyggju, er hvorki að finna hjá þeim kirkjudeildum sem gera kröfu um háskólamenntun presta né í almennri guðfræði. Ég þekki engin dæmi þess að kennari við guðfræðideild Háskóla Íslands eða þjóðkirkjuprestur hafi haldið slíkri bókstafshyggju á lofti. Þvert á móti liggur Charles Darwin hinstu hvílu inni í Westminster Abbey, til að heiðra framlag hans til náttúruvísinda, en sú kirkja er höfuðkirkja ensku biskupakirkjunnar. Adam og Eva og aldingarðurinn Eden Á upphafssíðum Biblíunnar er að finna táknsögur sem miðla sannindum um eðli alheimsins og uppruna mannkyns og eiga erindi inn í samtíma okkar, með sama hætti og þær hafa auðgað vestræna menningu frá fornöld til okkar daga. Sköpunarsagan, sagan af Adam og Evu, segir allt mannkyn vera af einum manni og einni konu komið og það hefur erfðafræði nútímans staðfest. Þekking okkar á þeim karlmanni sem sameiginlegur Y-litningur og þeirri konu sem sameiginlegur hvatberi alls mannkyns kemur frá hefur fleygt fram á þessari öld og þau eru réttnefnd í vísindunum Adam og Eva. Rannsóknir þessar hafa leitt í ljós að við erum skyldari hvert öðru en áður var talið og af því leiðir að við berum ábyrgð hvert á öðru. Sagan af Adam og Evu er hvorki sagnfræði né erfðafræði, heldur áminning um að við erum öll frændur og frænkur og berum sem slík ábyrgð hvert á öðru. Mannkynið allt er ein fjölskylda og við tilheyrum sem slík hvert öðru og berum fjölþættar skyldur til allra. Sagan af Adam og Evu gengur lengra en að fjalla um upphaf mannkyns, heldur fjallar sagan um ábyrgð mannsins gagnvart náttúrunni. Aldingarðurinn Eden er táknmynd fyrir það ástand þegar náttúran er óspillt og í jafnvægi. Guð mótaði „manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera. Þá plantaði Drottinn Guð aldingarð í Eden, í austri, og setti þar manninn sem hann hafði mótað. [...] Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“ Hér er ekki um náttúrufræði að ræða, heldur hugsjón um ástand og köllun til ábyrgðar. Við erum órofahluti náttúrunnar, „af moldu ertu komin“, og okkur ber að yrkja og gæta sköpunarinnar. Paradísarmissir, Kain og Abel Sagan heldur áfram og Eva og Adam öðlast þekkingu, þau eta af „skilningstré góðs og ills“, ávöxtum hvers fylgja bæði framfarir og skömm, þau uppgötva nekt sína og blygðan, sem og dauði. Sagan af Paradísarmissi er saga framfara og fórnarkostnaðar, brottrekstrinum úr aldingarðinum er lýst sem upphafi landbúnaðar, aðdraganda iðnaðar. „Guð lét manninn fara úr aldingarðinum Eden til þess að yrkja jörðina sem hann var tekinn af“. Í kjölfarið eignast Adam og Eva tvo syni, Kain og Abel, en þeir eru táknmyndir samfélagsgerða: „Abel varð hjarðmaður en Kain akuryrkjumaður“. Mannfræðingar hafa gert sér í hugarlund að samfélagsgerðir hafi þróast frá því að lifa af náttúrunni sem safnarar, yfir í hirðingjasamfélög sem fylgdu hjörðum og höfðu því ekki fasta viðveru, yfir í landbúnað þar sem flóknari samfélagsgerðir mynduðust í gegnum akuryrkju. Breyting kallar alltaf á átök og hirðingjasamfélög og akuryrkjusamfélög þrífast illa í samkeppni um takmörkuð landgæði, „á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann.“ Sagan af Kain og Abel er ekki mannfræði, þó hún lýsi með beinum hætti áföngum í uppbyggingu samfélaga, heldur er hún táknsaga sem greinir mannlegt eðli. Sagan fjallar um átök um takmörkuð gæði og afleiðingar þeirra – stríð. Þá sagði Drottinn við Kain: „Hvar er Abel, bróðir þinn?“ Kain svaraði: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“ Drottinn sagði: „Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. Þegar þú yrkir jörðina skal hún ekki framar gefa þér uppskeru sína. Landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðinni.“ Biblíusögur og samtíminn Þau sem gera kröfu um bókstaflegan lestur á táknsögum Biblíunnar, hvort sem það er í nafni trúar eða trúleysis, gera það í grundvallarmisskilningi á eðli þeirrar stórsögu sem Biblían segir. Sköpunarsögur 1. Mósebókar eru tvær, sú fyrri er ljóð sem segir heiminn skapaðan á sjö dögum og kynin samtímis, og sú síðari prósi sem segir Guð hafa skapað manninum „meðhjálp við hæfi“ úr rifbeini. Þá eru Adam og Eva fyrsta fólkið, en sonur þeirra eignast konu og tengdadætur. Slíkar þverstæður í frásögninni afsanna í hugum gagnrýnenda sannleiksgildi sagnanna, en svo djúpar eru þessar frásagnir að þær eru varla yfirsjón frá hendi þeirra sem rituðu þær. Sköpunarsögur Biblíunnar eru táknsögur sem miðla sannindum um eðli tilveru okkar, sem ná útyfir svið vísinda og sagnfræði og spyrja um merkingu og ábyrgð. Adam og Eva segja okkur öll vera systkini, ráðsmennskuhlutverk þeirra yfir sköpuninni er arfleifð okkar og afleiðingar þess að misnota náttúruna eru okkur vel þekktar í samtímanum. Framfarir okkar hafa valdið dauða, tegundadauða og loftslagsdauða, og munu á endanum útrýma mannkyni ef ekkert er að gert. Kain og Abel fjallar um stríðsátök, innan og á milli samfélaga, og það er ekkert í mannlegri hegðun sem veldur jafn mikilli eyðileggingu á náttúru og fólki en stríð. Á ég að gæta bróður míns?, spurði Kain, og afleiðingar morðsins voru uppskerubrestur og landflótti. Svarið blasir við, en til að geta spurt slíkra grundvallarspurninga þurfum við táknsögur Biblíunnar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun