Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 14. nóvember 2024 08:31 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Eldri borgarar Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun