Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:17 Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun