Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:47 Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. Ávinningur af verkefni sem þessu er ekki aðeins fjárhagslegur heldur má mæla hann í auknum lífsgæðum. Norðlendingar hafa nú tækifæri til að nýta þessa öflugu tengingu út í heim, hvort sem er til ánægju eða viðskipta. Beint flug til Akureyrarflugvallar skapar möguleika á uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem ferðamenn geta komist á einfaldan og þægilegan hátt inn á svæðið og nýtt sér vetrarferðaþjónustu. Þannig verða til gistinætur á Norðurlandi og fyrirtækin eru þegar farin að byggja upp og þróa þjónustu til að sinna þessum gestum. Þessi verkefni eru síðan einn þáttur í að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem áherslan er á dreifingu ferðamanna og möguleika minni svæða og samfélaga á að skapa atvinnu, nýja þjónustu og byggja upp innviði. Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Með endurbættum flugvelli og góðri uppbyggingu í ferðaþjónustunni hafa skapast enn fleiri tækifæri sem mikilvægt er að nýta vel. Halda þarf áfram öflugri markaðssókn og samtali við flugfélög og ferðaskrifstofur. Þannig eigum við möguleika á að bæta enn frekar við fjölda þeirra áfangastaða sem nú eru í boði frá Akureyrarflugvelli og tryggja áframhaldandi vöxt í flugi beint til Norðurlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. Ávinningur af verkefni sem þessu er ekki aðeins fjárhagslegur heldur má mæla hann í auknum lífsgæðum. Norðlendingar hafa nú tækifæri til að nýta þessa öflugu tengingu út í heim, hvort sem er til ánægju eða viðskipta. Beint flug til Akureyrarflugvallar skapar möguleika á uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem ferðamenn geta komist á einfaldan og þægilegan hátt inn á svæðið og nýtt sér vetrarferðaþjónustu. Þannig verða til gistinætur á Norðurlandi og fyrirtækin eru þegar farin að byggja upp og þróa þjónustu til að sinna þessum gestum. Þessi verkefni eru síðan einn þáttur í að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem áherslan er á dreifingu ferðamanna og möguleika minni svæða og samfélaga á að skapa atvinnu, nýja þjónustu og byggja upp innviði. Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Með endurbættum flugvelli og góðri uppbyggingu í ferðaþjónustunni hafa skapast enn fleiri tækifæri sem mikilvægt er að nýta vel. Halda þarf áfram öflugri markaðssókn og samtali við flugfélög og ferðaskrifstofur. Þannig eigum við möguleika á að bæta enn frekar við fjölda þeirra áfangastaða sem nú eru í boði frá Akureyrarflugvelli og tryggja áframhaldandi vöxt í flugi beint til Norðurlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun