Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar 11. nóvember 2024 14:31 Nú standa yfir verkföll allra aðildarfélaga KÍ, verkföll sem dreifast milli sveitarfélaga og skólastiga, í mislangan tíma. Hér í mínu bæjarfélagi, Seltjarnarnesi, eru kennarar í leikskólanum í verkfalli. Ótímabundnu. Í því felst mikil lífsgæðaskerðing fyrir börnin og gífurlegt rask fyrir foreldra og aðstandendur þeirra. Við leikskólakennarar tökum því að fara í verkfall ekki af neinni léttúð; verkfall er neyðaraðgerð sem er ráðist í eftir vandlega ígrundun og er henni ætlað að þrýsta á samningaviðræður í kjarabaráttu. Og þessi aðgerð er óravegu frá því að vera fyrsta skrefið sem tekið hefur verið í yfirstandandi kjaraviðræðum; samninganefndir KÍ hafa setið á fundum mánuðum saman, og hafa kennarar verið samningslausir frá mars og maí á þessu ári. Það sem stóra deilumálið snýst um er að árið 2016, fyrir átta árum, var skrifað undir samning þar sem kennurum var lofað jöfnun launa á við almennan vinnumarkað, á sama tíma og lífeyrisréttindi hins almenna markaðar voru jöfnuð við hinn opinbera. Jöfnun lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði gekk hratt og örugglega fyrir sig, en kennarar eru nú búnir að bíða í öll þessi ár eftir að hafist verði handa við að jafna laun kennara. Og nú er þolinmæði kennara einfaldlega á þrotum: við búum við samfélagssáttmála sem gerir ráð fyrir því að staðið sé við þá samninga sem skrifað er undir. Ef ekki eru lengur forsendur fyrir því að gagnkvæmt traust ríki á milli viðsemjenda, ættum við einfaldlega að hætta að nota orðið samfélag og finna eitthvað allt annað hugtak sem raunverulega fangar ástandið. Samninganefndir sveitarfélaganna hafa ekki viljað eiga samtal um þennan vanefnda samning og í dag snýst deilan m.a. um að finna viðmiðunarhóp á hinum almenna markaði sem hægt er að bera störf kennara við. Á samfélagsmiðlum snerist orðræðan fljótt upp í að persónugera verkfallsaðgerðir okkar og við leikskólakennarar, á Seltjarnarnesi og víðar, vorum vænd um að vera vond við börnin sem við menntum og hlúum að í okkar daglega starfi. Það er ekki einungis ósanngjarnt, heldur líka virkilega sárt. Við leikskólakennarar erum fagstétt sem stendur í kjaradeilu, með skýran verkfallsrétt. Verkfall þýðir að leggja niður störf. Það þarf vart að taka það fram hvað okkur þykir það miður að börnin, og fjölskyldur þeirra, líði fyrir þetta. En okkur hefur verið stillt upp við vegg og allar aðrar aðgerðir hafa verið fullreyndar. Hvernig þetta verkfall er útfært er ekki á forræði okkar kennara, heldur treystum við því að forysta okkar stéttarfélags hafi þekkingu og innsýn og velji aðgerðir sem knýja fram samninga. Við í Leikskóla Seltjarnarness erum í þeirri óvenjulegu forréttindastöðu að meirihluti starfsfólks leikskólans er fagmenntaður og þar af leiðandi meðlimir í Kennarasambandi Íslands. Að jafnaði fer þar fram metnaðarfullt og vandað starf sem börnin okkar munu búa að á allri sinni skólagöngu. En þetta er því miður ekki raunin í öllum leikskólum landsins, heilt yfir eru leikskólakennarar um 24% starfsfólks í leikskólum. Og þó að hin 76% sem starfa séu vandað og dásamlegt fólk þá er verið að mismuna börnum um tækifæri til menntunar. Þau margvíslegu verkefni sem eru hluti af daglegu starfi leikskólans eru skipulögð og leidd af fagfólki, hvort sem það er málörvun, tónlistarkennsla, listsköpun, útinám eða annað markvisst nám. Þetta eru tækifæri sem börnin á Nesinu fá alla jafna, þó svo enn megi gera betur, en um land allt er verið að brjóta á rétti barna til gæðamenntunar með því að viðhalda leikskólaumhverfinu og kjörum kennara á þann hátt að faglært fólk helst ekki í starfi. Annað starfsfólk leggur svo sannarlega sitt af mörkum og er okkur gífurlega mikilvægt, en fagfólkið er það sem skipuleggur nám barnanna og ber ábyrgðina. Fagfólkið er stöðugleikinn sem leikskólastarfið þarf, því við sem þarna störfum vitum hversu ótrúlega mikilvæg fyrstu árin eru fyrir þroska og vellíðan barna, og skipta öllu máli fyrir það sem koma skal. Enn og aftur þurfum við kennarar að verja fagmennsku leikskólastigsins. Kæru foreldrar, þið hafið fullan rétt á að vera ósátt og hafið rétt á ykkar skoðunum á aðgerðum, en þær breyta ekki þeirri stöðu sem uppi er. Búið er að dæma kröfurnar löglegar. Verkföll eru skollin á. Hvernig þær aðgerðir þróast veltur á viðsemjendum og deilan leysist við samningaborðið, ekki á samfélagsmiðlum. Ég fullvissa ykkur um að ekkert stendur hjarta kennarans nær en að bæta menntun barna; okkur ber skylda til að fjárfesta í börnunum okkar um allt land, ekki bara á Seltjarnarnesi. Og til að það sé mögulegt verður samfélagið að fjárfesta í kennarastarfinu. Það gengur einfaldlega ekki upp að fólk í fullri vinnu, með fimm ára háskólanám að baki, þurfi oftar en ekki að vinna aukavinnu til þess eins að ná endum saman. Ég hvet ykkur til að standa með kennurum og beita ykkur þar sem þið getið haft áhrif. Þið foreldrar eruð langt frá því að vera máttlaust afl, við kennarar leikskólans finnum vel fyrir þrýstingi ykkar, boðleiðin niður á bæjarskrifstofu er ekki lengri. Hvað með með undirskriftalista til sveitarstjórna? Höfundur er kennari og trúnaðarmaður í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir verkföll allra aðildarfélaga KÍ, verkföll sem dreifast milli sveitarfélaga og skólastiga, í mislangan tíma. Hér í mínu bæjarfélagi, Seltjarnarnesi, eru kennarar í leikskólanum í verkfalli. Ótímabundnu. Í því felst mikil lífsgæðaskerðing fyrir börnin og gífurlegt rask fyrir foreldra og aðstandendur þeirra. Við leikskólakennarar tökum því að fara í verkfall ekki af neinni léttúð; verkfall er neyðaraðgerð sem er ráðist í eftir vandlega ígrundun og er henni ætlað að þrýsta á samningaviðræður í kjarabaráttu. Og þessi aðgerð er óravegu frá því að vera fyrsta skrefið sem tekið hefur verið í yfirstandandi kjaraviðræðum; samninganefndir KÍ hafa setið á fundum mánuðum saman, og hafa kennarar verið samningslausir frá mars og maí á þessu ári. Það sem stóra deilumálið snýst um er að árið 2016, fyrir átta árum, var skrifað undir samning þar sem kennurum var lofað jöfnun launa á við almennan vinnumarkað, á sama tíma og lífeyrisréttindi hins almenna markaðar voru jöfnuð við hinn opinbera. Jöfnun lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði gekk hratt og örugglega fyrir sig, en kennarar eru nú búnir að bíða í öll þessi ár eftir að hafist verði handa við að jafna laun kennara. Og nú er þolinmæði kennara einfaldlega á þrotum: við búum við samfélagssáttmála sem gerir ráð fyrir því að staðið sé við þá samninga sem skrifað er undir. Ef ekki eru lengur forsendur fyrir því að gagnkvæmt traust ríki á milli viðsemjenda, ættum við einfaldlega að hætta að nota orðið samfélag og finna eitthvað allt annað hugtak sem raunverulega fangar ástandið. Samninganefndir sveitarfélaganna hafa ekki viljað eiga samtal um þennan vanefnda samning og í dag snýst deilan m.a. um að finna viðmiðunarhóp á hinum almenna markaði sem hægt er að bera störf kennara við. Á samfélagsmiðlum snerist orðræðan fljótt upp í að persónugera verkfallsaðgerðir okkar og við leikskólakennarar, á Seltjarnarnesi og víðar, vorum vænd um að vera vond við börnin sem við menntum og hlúum að í okkar daglega starfi. Það er ekki einungis ósanngjarnt, heldur líka virkilega sárt. Við leikskólakennarar erum fagstétt sem stendur í kjaradeilu, með skýran verkfallsrétt. Verkfall þýðir að leggja niður störf. Það þarf vart að taka það fram hvað okkur þykir það miður að börnin, og fjölskyldur þeirra, líði fyrir þetta. En okkur hefur verið stillt upp við vegg og allar aðrar aðgerðir hafa verið fullreyndar. Hvernig þetta verkfall er útfært er ekki á forræði okkar kennara, heldur treystum við því að forysta okkar stéttarfélags hafi þekkingu og innsýn og velji aðgerðir sem knýja fram samninga. Við í Leikskóla Seltjarnarness erum í þeirri óvenjulegu forréttindastöðu að meirihluti starfsfólks leikskólans er fagmenntaður og þar af leiðandi meðlimir í Kennarasambandi Íslands. Að jafnaði fer þar fram metnaðarfullt og vandað starf sem börnin okkar munu búa að á allri sinni skólagöngu. En þetta er því miður ekki raunin í öllum leikskólum landsins, heilt yfir eru leikskólakennarar um 24% starfsfólks í leikskólum. Og þó að hin 76% sem starfa séu vandað og dásamlegt fólk þá er verið að mismuna börnum um tækifæri til menntunar. Þau margvíslegu verkefni sem eru hluti af daglegu starfi leikskólans eru skipulögð og leidd af fagfólki, hvort sem það er málörvun, tónlistarkennsla, listsköpun, útinám eða annað markvisst nám. Þetta eru tækifæri sem börnin á Nesinu fá alla jafna, þó svo enn megi gera betur, en um land allt er verið að brjóta á rétti barna til gæðamenntunar með því að viðhalda leikskólaumhverfinu og kjörum kennara á þann hátt að faglært fólk helst ekki í starfi. Annað starfsfólk leggur svo sannarlega sitt af mörkum og er okkur gífurlega mikilvægt, en fagfólkið er það sem skipuleggur nám barnanna og ber ábyrgðina. Fagfólkið er stöðugleikinn sem leikskólastarfið þarf, því við sem þarna störfum vitum hversu ótrúlega mikilvæg fyrstu árin eru fyrir þroska og vellíðan barna, og skipta öllu máli fyrir það sem koma skal. Enn og aftur þurfum við kennarar að verja fagmennsku leikskólastigsins. Kæru foreldrar, þið hafið fullan rétt á að vera ósátt og hafið rétt á ykkar skoðunum á aðgerðum, en þær breyta ekki þeirri stöðu sem uppi er. Búið er að dæma kröfurnar löglegar. Verkföll eru skollin á. Hvernig þær aðgerðir þróast veltur á viðsemjendum og deilan leysist við samningaborðið, ekki á samfélagsmiðlum. Ég fullvissa ykkur um að ekkert stendur hjarta kennarans nær en að bæta menntun barna; okkur ber skylda til að fjárfesta í börnunum okkar um allt land, ekki bara á Seltjarnarnesi. Og til að það sé mögulegt verður samfélagið að fjárfesta í kennarastarfinu. Það gengur einfaldlega ekki upp að fólk í fullri vinnu, með fimm ára háskólanám að baki, þurfi oftar en ekki að vinna aukavinnu til þess eins að ná endum saman. Ég hvet ykkur til að standa með kennurum og beita ykkur þar sem þið getið haft áhrif. Þið foreldrar eruð langt frá því að vera máttlaust afl, við kennarar leikskólans finnum vel fyrir þrýstingi ykkar, boðleiðin niður á bæjarskrifstofu er ekki lengri. Hvað með með undirskriftalista til sveitarstjórna? Höfundur er kennari og trúnaðarmaður í Leikskóla Seltjarnarness.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun