Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 10:31 Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar