Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sundabraut Borgarlína Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun