Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:45 Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun