Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:45 Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun