Skoðun

Stjórn­lyndi og stöðnun

Þórður Magnússon skrifar

Það eru að koma kosningar og efnahagsmálin eru til umræðu. Í skoðanakönnunum flýgur Samfylking með himinskautum og röggsamur formaður flokksins ræðir ágæti skattahækkana og sterkara regluverks. Ef við horfum til Norður Ameríku voru Kanada og Bandaríkin með svipaða landsframleiðslu á mann árið 2014. Árið 2015 tók við vinstri stjórn Justin Trudeau sem setti á hátekjuskatt og hækkaði aðra skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Um leið voru opinber útgjöld aukin. Undir stjórn hans hefur Kanada hækkað kolefnisgjöld og fjárfest í almenningsamgöngum og á sama tíma hafa stærstu borgir Kanada stutt við þær áherslur með þéttingu byggðar. Trudeau hefur einnig þótt nokkuð stjórnlyndur, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs, og hefur í kjölfarið sýnt tilburði til að stýra upplýsingastreymi í landinu.

Á meðfylgjadi mynd má sjá efnahagsþróun Kanada og Bandaríkjanna í formi landsframleiðslu á mann. Ljóst er að á meðan landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur vaxið þá hefur ríkt stöðnun í Kanada frá árinu 2015. Lítið er fjárfest í tækni sem eykur framleiðni, því ávinningur af slíku er skattalagður burt. Fjárfestar telja áhættuminnst að fjárfesta í húsnæði, sem getur ekki annað en hækkað í verði eftir því sem þéttingu byggðar vindur fram.

Íslendingar þurfa nú að velja sína leið.

Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um stjórnmál.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×