Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 10. nóvember 2024 08:30 Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar