„Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Stefán Marteinn skrifar 9. nóvember 2024 19:25 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Smáranum þegar lokaleikur sjöttu umferðar Bónus deild karla fór fram. Grindavík gat með sigri lyft sér upp að hlið Þórs Þ. í töflunni sem þeir gerðu með góðum 29 stiga sigri í dag, 99-70. „Virkilega ánægður með liðið. Frammistaðan á báðum endum mjög góð. Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í dag. Grindvíkingar héldu Þór Þ. í 70 stigum en þrátt fyrir það var Jóhann Þór ekki sannfærður með varnarleikinn. „Mín tilfinning var bara að mér fannst við oft vera seinir að hreyfa okkur og bara færa og svona. Það er mín tilfinning en ég get svo sem ekkert tuðað yfir varnarleiknum því þeir gerðu bara 70 stig en mér fannst oft á löngum köflum vanta örlítið upp á viðleitni en það er mögulega og bara mjög líklega tóm þvæla en það var allavega tilfinningin.“ Deandre Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum og þá þurftu aðrir að stíga upp. „Dre var dottin út og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að stíga upp og fá framlag og menn þurftu að gíra sig inn í það. Daníel, Ólafur, Jason, Valur Orri voru mjög góðir. Oddur Rúnar kom með mjög flott framlag af bekknum.“ Deandre Kane fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik og var kominn í borgaralegan klæðnað í seinni hálfleik. „Hann fékk höfuðhögg og sjúkraþjálfarinn „offaði“ hann bara. Hann ræður þessu. Skynsamleg ákvörðun held ég svona eftir á hyggja. Hann verður held ég klár í næsta leik.“ Það er nákvæmlega eitt ár upp á dag síðan Grindavík spilaði síðast í Grindavík en sá leikur var einmitt á móti Þór Þorlákshöfn líka. „Nú er ár liðið frá því að við yfirgáfum bæinn okkar. Það var bara ánægjulegt að sjá fólkið og bara hvernig þetta sameinar samfélagið og það hefur verið þannig síðan við fórum af heiman. Ég hef fulla trú á því að það verði svona áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Virkilega ánægður með liðið. Frammistaðan á báðum endum mjög góð. Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í dag. Grindvíkingar héldu Þór Þ. í 70 stigum en þrátt fyrir það var Jóhann Þór ekki sannfærður með varnarleikinn. „Mín tilfinning var bara að mér fannst við oft vera seinir að hreyfa okkur og bara færa og svona. Það er mín tilfinning en ég get svo sem ekkert tuðað yfir varnarleiknum því þeir gerðu bara 70 stig en mér fannst oft á löngum köflum vanta örlítið upp á viðleitni en það er mögulega og bara mjög líklega tóm þvæla en það var allavega tilfinningin.“ Deandre Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum og þá þurftu aðrir að stíga upp. „Dre var dottin út og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að stíga upp og fá framlag og menn þurftu að gíra sig inn í það. Daníel, Ólafur, Jason, Valur Orri voru mjög góðir. Oddur Rúnar kom með mjög flott framlag af bekknum.“ Deandre Kane fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik og var kominn í borgaralegan klæðnað í seinni hálfleik. „Hann fékk höfuðhögg og sjúkraþjálfarinn „offaði“ hann bara. Hann ræður þessu. Skynsamleg ákvörðun held ég svona eftir á hyggja. Hann verður held ég klár í næsta leik.“ Það er nákvæmlega eitt ár upp á dag síðan Grindavík spilaði síðast í Grindavík en sá leikur var einmitt á móti Þór Þorlákshöfn líka. „Nú er ár liðið frá því að við yfirgáfum bæinn okkar. Það var bara ánægjulegt að sjá fólkið og bara hvernig þetta sameinar samfélagið og það hefur verið þannig síðan við fórum af heiman. Ég hef fulla trú á því að það verði svona áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira