Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 14:32 Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun