Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Samgöngur Vegagerð Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun