Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar 8. nóvember 2024 09:02 Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit. Mikilvægt er að farið sé vel með dýr, þau njóti góðs atlætis, séu ekki í þvinguðu ástandi og aðstæður séu þannig að þau njóti sín miðað við þarfir hverrar tegundar. Oftast dugar að krefjast úrbóta en lögin tryggja stofnuninni einnig víðtækar þvingunarheimildir til að knýja fram úrbætur og að auki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Viðurkenning á því að dýr eru skyni gæddar verur er mikilvægt leiðarljós við túlkun einstakra ákvæða laganna og með henni er lögð á það áhersla að dýr séu lifandi verur sem geta fundið til sársauka og vanlíðunar og að taka beri tillit til þess við alla ráðstöfun þeirra, umönnun og meðhöndlun. Lögin taka til allra hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Þess má geta að minnstu dýrin sem hafa komið til kasta undirritaðs eru býflugur en þau stærstu hvalir! Lögin taka þó ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Velferð eldisfisks ber hins vegar að tryggja og fylgist MAST með því. Í lögunum er fjallað m.a. um hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Verði menn varir við illa meðferð á dýrum ber að tilkynna það til MAST eða lögreglu sem kemur tilkynningunni áleiðis til stofnunarinnar. MAST berast daglega tilkynningar um meinta slæma meðferð á dýrum og eru allar slíkar ábendingar teknar til rannsóknar. Fram kemur í lögunum að umráðamenn dýra verði að búa yfir nauðsynlegri getu, hæfni og ábyrgð til að annast dýrin. Reynslan hefur sýnt að þar er oft pottur brotinn sem leiðir til brota á einstökum ákvæðum í lögunum og reglugerðum byggðum á þeim. Í lögunum er lögð áhersla á að dýrum sé tryggð góð umönnun og einnig er að finna nokkur bannákvæði. Til dæmis er bannað að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli og að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Einnig er sagt hvernig standa eigi að aflífun og almennt bann lagt við sleppingu dýra sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna. Settar eru reglur um handsömun dýra, eyðingu meindýra og hvernig standa skuli að veiðum á villtum dýrum. Ítarlegar reglur er að finna um aðbúnað og umhverfi dýra, bæði í lögunum sjálfum og enn fremur í sérstökum velferðarreglugerðum fyrir einstök húsdýr og einnig gæludýr. MAST hefur skipt landinu upp í fjögur umdæmi og starfar sérstakur héraðsdýralæknir í hverju umdæmi. Að auki starfa hjá stofnuninni eftirlitsdýralæknar og einnig svonefndir sérgreinadýralæknar sem sérhæfa sig í ákveðinni dýrategund (nautgripum, svínum, hrossum o.s.frv.) Einn dýralæknir er að auki sérgreinadýralæknir gæludýra. Vinnuferlar MAST í dýravelferðarmálum Rétt er að upplýsa hvernig stofnunin tekur á dýravelferðarmálum sem henni berast. Slík mál geta komið upp við reglubundið eftirlit en einnig á grundvelli ábendinga sem berast. Grunnreglan er að sjálfsögðu sú að veittur er frestur til úrbóta. En stundum þarf að ganga lengra og þá kemur til kasta sérstaks teymis sem í sitja mismunandi dýralæknar eftir því hvar á landinu brotin eru framin og hvaða dýrategund á í hlut. Að auki situr lögfræðingur dýravelferðar alla slíka fundi. Sem dæmi má nefna að ef brotið er á velferð hrossa í tilteknu umdæmi þá sitja í teyminu í það skiptið héraðsdýralæknir umdæmisins, sérgreinadýralæknir hrossa auk lögfræðings. Einnig eru oft kallaðir til dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar til ráðgjafar. Fram kemur í lögunum að MAST sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunarúrræða. Ekki er þó heimilt að fara inn í íbúðar- eða útihús án samþykkis eiganda nema að fengnum dómsúrskurði og hefur stundum þurft að láta reyna á það. Áhrifaríkasta þvingunarúrræðið sem MAST hefur er að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.En í alvarlegustu tilvikunum getur þurft að taka dýr úr vörslu umráðamanns. Stofnuninni ber í slíkum tilvikum að gæta meðalhófs og að beita ekki harkalegri aðgerðum en nauðsyn ber til. Stjórnvaldssektir geta numið allt að einni millj. kr og leggur stofnunin slíkar sektir á þyki tilefni til þess. Enn fremur ber stofnuninni að kæra meiri háttar mál til lögreglu í stað stjórnvaldssektar og hafa nokkrir dómar fallið þar sem dýraeigendur hafa verið dæmdir til refsingar og jafnvel bannað að halda dýr. Dýravelferðarmál eru viðkvæm og vekja gjarnan heitar tilfinningar hjá fólki. Áhugi á slíkum málum virðist einnig hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. með tilkomu samfélagsmiðla. MAST er ljós sú mikla ábyrgð sem stofnunin ber í því að gæta að dýravelferð á Íslandi. Það er skoðun mín að stofnunin hafi náð talsverðum árangri undanfarin ár og við erum staðráðin í að gera enn betur á komandi árum. Höfundur er lögfr. dýravelferðar hjá MAST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit. Mikilvægt er að farið sé vel með dýr, þau njóti góðs atlætis, séu ekki í þvinguðu ástandi og aðstæður séu þannig að þau njóti sín miðað við þarfir hverrar tegundar. Oftast dugar að krefjast úrbóta en lögin tryggja stofnuninni einnig víðtækar þvingunarheimildir til að knýja fram úrbætur og að auki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Viðurkenning á því að dýr eru skyni gæddar verur er mikilvægt leiðarljós við túlkun einstakra ákvæða laganna og með henni er lögð á það áhersla að dýr séu lifandi verur sem geta fundið til sársauka og vanlíðunar og að taka beri tillit til þess við alla ráðstöfun þeirra, umönnun og meðhöndlun. Lögin taka til allra hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Þess má geta að minnstu dýrin sem hafa komið til kasta undirritaðs eru býflugur en þau stærstu hvalir! Lögin taka þó ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Velferð eldisfisks ber hins vegar að tryggja og fylgist MAST með því. Í lögunum er fjallað m.a. um hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Verði menn varir við illa meðferð á dýrum ber að tilkynna það til MAST eða lögreglu sem kemur tilkynningunni áleiðis til stofnunarinnar. MAST berast daglega tilkynningar um meinta slæma meðferð á dýrum og eru allar slíkar ábendingar teknar til rannsóknar. Fram kemur í lögunum að umráðamenn dýra verði að búa yfir nauðsynlegri getu, hæfni og ábyrgð til að annast dýrin. Reynslan hefur sýnt að þar er oft pottur brotinn sem leiðir til brota á einstökum ákvæðum í lögunum og reglugerðum byggðum á þeim. Í lögunum er lögð áhersla á að dýrum sé tryggð góð umönnun og einnig er að finna nokkur bannákvæði. Til dæmis er bannað að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli og að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Einnig er sagt hvernig standa eigi að aflífun og almennt bann lagt við sleppingu dýra sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna. Settar eru reglur um handsömun dýra, eyðingu meindýra og hvernig standa skuli að veiðum á villtum dýrum. Ítarlegar reglur er að finna um aðbúnað og umhverfi dýra, bæði í lögunum sjálfum og enn fremur í sérstökum velferðarreglugerðum fyrir einstök húsdýr og einnig gæludýr. MAST hefur skipt landinu upp í fjögur umdæmi og starfar sérstakur héraðsdýralæknir í hverju umdæmi. Að auki starfa hjá stofnuninni eftirlitsdýralæknar og einnig svonefndir sérgreinadýralæknar sem sérhæfa sig í ákveðinni dýrategund (nautgripum, svínum, hrossum o.s.frv.) Einn dýralæknir er að auki sérgreinadýralæknir gæludýra. Vinnuferlar MAST í dýravelferðarmálum Rétt er að upplýsa hvernig stofnunin tekur á dýravelferðarmálum sem henni berast. Slík mál geta komið upp við reglubundið eftirlit en einnig á grundvelli ábendinga sem berast. Grunnreglan er að sjálfsögðu sú að veittur er frestur til úrbóta. En stundum þarf að ganga lengra og þá kemur til kasta sérstaks teymis sem í sitja mismunandi dýralæknar eftir því hvar á landinu brotin eru framin og hvaða dýrategund á í hlut. Að auki situr lögfræðingur dýravelferðar alla slíka fundi. Sem dæmi má nefna að ef brotið er á velferð hrossa í tilteknu umdæmi þá sitja í teyminu í það skiptið héraðsdýralæknir umdæmisins, sérgreinadýralæknir hrossa auk lögfræðings. Einnig eru oft kallaðir til dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar til ráðgjafar. Fram kemur í lögunum að MAST sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunarúrræða. Ekki er þó heimilt að fara inn í íbúðar- eða útihús án samþykkis eiganda nema að fengnum dómsúrskurði og hefur stundum þurft að láta reyna á það. Áhrifaríkasta þvingunarúrræðið sem MAST hefur er að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.En í alvarlegustu tilvikunum getur þurft að taka dýr úr vörslu umráðamanns. Stofnuninni ber í slíkum tilvikum að gæta meðalhófs og að beita ekki harkalegri aðgerðum en nauðsyn ber til. Stjórnvaldssektir geta numið allt að einni millj. kr og leggur stofnunin slíkar sektir á þyki tilefni til þess. Enn fremur ber stofnuninni að kæra meiri háttar mál til lögreglu í stað stjórnvaldssektar og hafa nokkrir dómar fallið þar sem dýraeigendur hafa verið dæmdir til refsingar og jafnvel bannað að halda dýr. Dýravelferðarmál eru viðkvæm og vekja gjarnan heitar tilfinningar hjá fólki. Áhugi á slíkum málum virðist einnig hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. með tilkomu samfélagsmiðla. MAST er ljós sú mikla ábyrgð sem stofnunin ber í því að gæta að dýravelferð á Íslandi. Það er skoðun mín að stofnunin hafi náð talsverðum árangri undanfarin ár og við erum staðráðin í að gera enn betur á komandi árum. Höfundur er lögfr. dýravelferðar hjá MAST.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun