Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, hollendingurinn Max Verstappen er í góðri stöðu fyrir síðustu þrjár keppnishelgar tímabilsins Vísir/Getty Glæstur sigur þrefalda heimsmeistarans Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gulltryggt sinn fjórða heimsmeistaratitil í næstu keppnishelgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas. Verstappen vann sig upp úr sextánda sæti upp í það fyrsta í Brasilíu og hafði þar betur gegn helsta samkeppnisaðila sínum um heimsmeistaratitil ökuþóra, Lando Norris hjá McLaren. Sigur Verstappen sér til þess að hann getur komið í veg fyrir alla möguleika Norris á því að verða heimsmeistari og þar með tryggja sér sjálfur heimsmeistaratitilinn sem yrði hans fjórði á ferlinum og sá fjórði í röð. Hollendingurinn er nú með sextíu og tveggja stiga forystu á Norris í stigakeppni ökuþóra og að hámarki áttatíu og sex stig eru í pottinum fyrir hvern og einn ökuþór frá þessum tímapunkti til loka tímabils. Tuttugu og sex stig er hægt að fá að hámarki á hverri keppnishelgi af þeim þremur sem eru eftir að viðbættum að hámarki átta stigum úr sprettkeppni sem er hluti af keppnishelgi Formúlu 1 í Katar. Til þess að Verstappen geti tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Las Vegas mun hann þurfa að sjá til þess að bilið milli sín og Norris standi í sextíu stigum eða meira að keppni lokinni og að því markmiði eru nokkrar leiðir. Verstappen verður heimsmeistari ef hann endar kappaksturinn í Las Vegas á undan Norris. Fari svo að báðir ökuþórar myndu enda fyrir utan stigasæti yrði Verstappen einnig meistari. Þá gæti Verstappen orðið heimsmeistari þrátt fyrir að enda neðar en Norris í keppninni en mætti ekki tapa meira en tveimur stigum á Bretann. Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar Akstursíþróttir Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Verstappen vann sig upp úr sextánda sæti upp í það fyrsta í Brasilíu og hafði þar betur gegn helsta samkeppnisaðila sínum um heimsmeistaratitil ökuþóra, Lando Norris hjá McLaren. Sigur Verstappen sér til þess að hann getur komið í veg fyrir alla möguleika Norris á því að verða heimsmeistari og þar með tryggja sér sjálfur heimsmeistaratitilinn sem yrði hans fjórði á ferlinum og sá fjórði í röð. Hollendingurinn er nú með sextíu og tveggja stiga forystu á Norris í stigakeppni ökuþóra og að hámarki áttatíu og sex stig eru í pottinum fyrir hvern og einn ökuþór frá þessum tímapunkti til loka tímabils. Tuttugu og sex stig er hægt að fá að hámarki á hverri keppnishelgi af þeim þremur sem eru eftir að viðbættum að hámarki átta stigum úr sprettkeppni sem er hluti af keppnishelgi Formúlu 1 í Katar. Til þess að Verstappen geti tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Las Vegas mun hann þurfa að sjá til þess að bilið milli sín og Norris standi í sextíu stigum eða meira að keppni lokinni og að því markmiði eru nokkrar leiðir. Verstappen verður heimsmeistari ef hann endar kappaksturinn í Las Vegas á undan Norris. Fari svo að báðir ökuþórar myndu enda fyrir utan stigasæti yrði Verstappen einnig meistari. Þá gæti Verstappen orðið heimsmeistari þrátt fyrir að enda neðar en Norris í keppninni en mætti ekki tapa meira en tveimur stigum á Bretann. Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar
Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar
Akstursíþróttir Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira