Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 07:30 Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar