Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“ Þetta á að gera m.a. með að taka aftur upp samræmd próf. Leysum vanda framtíðar með því að beita aðferðum fortíðar. Menntamálaráðherrar Framsóknar, Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, eiga það sameiginlegt að þykja vænt um íslenska menntakerfið. Í skrifum sjálfstæðismanna birtist ekki væntumþykja heldur vilji til að tala niður skólakerfi með undirliggjandi tón um að einkavæða það. Niðurstöður úr Pisa gefa vissulega tilefni til að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til að auka árangur menntakerfis okkar. Yfirvöld hafa sett af stað faglega vinnu, bæði til greiningar og til að bregðast við. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur unnið að því hörðum höndum að endurskoða menntakerfið heildstætt. Úr þeirri vinnu, sem hófst árið 2020, kom m.a. nýtt matsferli sem leysir gömlu samræmdu prófin af hólmi. Hlutverk matferilsins er tvíþætt: Tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna, m.a. með að markmiði að það fái viðeigandi kennslu og stuðning þegar þörf er á. Til þess fá skólar aðgang að fjölbreyttum matstækjum og verkfærum. Upplýsingarnar sem við það skapast eiga jafnframt að nýtast nemendum og forráðamönnum þeirra og stuðla að trausti í samstarfi heimila og skóla um nám við hæfi hvers og eins barns. Afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild, með skyldubundnu samræmdu námsmati, þannig að stefnumótandi aðilar, sem og aðrir, geti fylgst með þróun námsárangurs yfir tíma og greint styrkleika og mögulegar áskoranir, bæði í einstökum sveitarfélögum og á landsvísu. Matsferilinn hefur í för með sér bætt aðgengi foreldra, barna, skóla og menntayfirvalda að upplýsingum um stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið sem og stöðu menntakerfisins í heild sinni. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þannig er betur hægt að stuðla að árangursríkum snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf vaknar, sem er lykilþáttur í því að draga úr eða koma í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Þetta er algjörlega ný og heildstæð nálgun. Innleiðing matsferilsins hefur þegar farið af stað. Matsferillinn mun nýtast kennurum mun betur í starfi. Verið er að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er unnið í samráði við kennara sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við nútímann með því að horfa í baksýnispegilinn. Nota gamlar aðferðir til að mæla getu nemanda. Pólitískar herferðir sem beinst hafa gegn skólakerfinu gleyma að benda á nokkrar staðreyndir. Íslenskt samfélag hefur gerbreyst hratt undanfarin ár. Við höfum þurft að aðlagast um leið og við tökumst á við breytt samfélag. Heimsfaraldurinn umturnaði kennslu þar sem íslenskt skólasamfélag opnaði faðminn fyrir nemendum. Þetta gerðu þeir með því að hólfa niður og skipuleggja skólastarfsemi á einni helgi. Í samræmi við þessa þrautseigju sýna rannsóknir að íslenskum nemendum líður almennt vel í skólanum. Nemendum finnst þau almennt tilheyra í skólanum og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt því að treysta kennurum sínum. Hagsæld okkar til framtíðar grundvallast á gæðum menntunar. Við þurfum vissulega að horfast í augu við vandamálin en framtíðin krefst þess að við horfum fram á veginn – en ekki í baksýnisspegilinn. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“ Þetta á að gera m.a. með að taka aftur upp samræmd próf. Leysum vanda framtíðar með því að beita aðferðum fortíðar. Menntamálaráðherrar Framsóknar, Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, eiga það sameiginlegt að þykja vænt um íslenska menntakerfið. Í skrifum sjálfstæðismanna birtist ekki væntumþykja heldur vilji til að tala niður skólakerfi með undirliggjandi tón um að einkavæða það. Niðurstöður úr Pisa gefa vissulega tilefni til að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til að auka árangur menntakerfis okkar. Yfirvöld hafa sett af stað faglega vinnu, bæði til greiningar og til að bregðast við. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur unnið að því hörðum höndum að endurskoða menntakerfið heildstætt. Úr þeirri vinnu, sem hófst árið 2020, kom m.a. nýtt matsferli sem leysir gömlu samræmdu prófin af hólmi. Hlutverk matferilsins er tvíþætt: Tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna, m.a. með að markmiði að það fái viðeigandi kennslu og stuðning þegar þörf er á. Til þess fá skólar aðgang að fjölbreyttum matstækjum og verkfærum. Upplýsingarnar sem við það skapast eiga jafnframt að nýtast nemendum og forráðamönnum þeirra og stuðla að trausti í samstarfi heimila og skóla um nám við hæfi hvers og eins barns. Afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild, með skyldubundnu samræmdu námsmati, þannig að stefnumótandi aðilar, sem og aðrir, geti fylgst með þróun námsárangurs yfir tíma og greint styrkleika og mögulegar áskoranir, bæði í einstökum sveitarfélögum og á landsvísu. Matsferilinn hefur í för með sér bætt aðgengi foreldra, barna, skóla og menntayfirvalda að upplýsingum um stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið sem og stöðu menntakerfisins í heild sinni. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þannig er betur hægt að stuðla að árangursríkum snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf vaknar, sem er lykilþáttur í því að draga úr eða koma í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Þetta er algjörlega ný og heildstæð nálgun. Innleiðing matsferilsins hefur þegar farið af stað. Matsferillinn mun nýtast kennurum mun betur í starfi. Verið er að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er unnið í samráði við kennara sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við nútímann með því að horfa í baksýnispegilinn. Nota gamlar aðferðir til að mæla getu nemanda. Pólitískar herferðir sem beinst hafa gegn skólakerfinu gleyma að benda á nokkrar staðreyndir. Íslenskt samfélag hefur gerbreyst hratt undanfarin ár. Við höfum þurft að aðlagast um leið og við tökumst á við breytt samfélag. Heimsfaraldurinn umturnaði kennslu þar sem íslenskt skólasamfélag opnaði faðminn fyrir nemendum. Þetta gerðu þeir með því að hólfa niður og skipuleggja skólastarfsemi á einni helgi. Í samræmi við þessa þrautseigju sýna rannsóknir að íslenskum nemendum líður almennt vel í skólanum. Nemendum finnst þau almennt tilheyra í skólanum og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt því að treysta kennurum sínum. Hagsæld okkar til framtíðar grundvallast á gæðum menntunar. Við þurfum vissulega að horfast í augu við vandamálin en framtíðin krefst þess að við horfum fram á veginn – en ekki í baksýnisspegilinn. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun