Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 17:02 „Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar