Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar 4. nóvember 2024 10:01 Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun