Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar 2. nóvember 2024 13:00 Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun