Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar 2. nóvember 2024 12:30 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Íslensk tunga Innflytjendamál Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun