Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2024 09:02 Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar