Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar