Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar