Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 14:02 Valsmaðurinn Frank Aron Booker og Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttu um boltann í leik liðanna í fyrravetur. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur
Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflvíkinga Körfubolti