Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 31. október 2024 06:17 Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun