Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 31. október 2024 06:17 Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun