Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar 30. október 2024 08:00 Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Viðreisn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun