Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar 29. október 2024 16:02 Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjálfbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun. Með sjálfbærnistefnu fylgir mikil ábyrgð, sérstaklega þegar kemur að því að fullnýta þá orku sem við eigum þegar til – til að tryggja þjóðaröryggi okkar. Það er mikilvægt að við nýtum alla orkuna sem er tiltæk. Ef við sjáum gufustróka rísa frá virkjunum eða jarðhitavökva dælt niður við 120°C, vitum við að við erum ekki að fullnýta orkuna. Við viljum sjá nýtingu og nýsköpun handan hefðbundinnar orkunýtingar og horfa til orkugjafa eins og sólar- og vindorku til viðbótar við jarðhita og vatnsafl. Það er lykilatriði fyrir þjóðaröryggi. Landbúnaður er okkur mikilvæg atvinnugrein og sjálfbærni í landbúnaði skiptir sköpum til framtíðar og styrkir stoðir öflugrar matvælaframleiðslu hér á landi í síbreytilegum heimi. Með því að stuðla að enn frekari sjálfbærni í landbúnaði getum við byggt traustari grunn að sjálfstæði þjóðarinnar. Ætlum í því samhengi að taka sjávarútveginn til fyrirmyndar, sem nær að nýta allt að 90% af hráefnum sínum. Með stuðningi við nýsköpun og hringrásarhagkerfi í landbúnaði getum við stuðlað að atvinnuþróun í öllum landshlutum og aukið verðmætasköpun í heimabyggð. Það er löngu kominn tími til að efla stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni. Á Suðurnesjum er til dæmis ekki til staðar neitt frumkvöðlasetur eða stuðningsaðstaða fyrir nýsköpun. Við hjá Framsókn teljum að þetta þurfi að breytast. Við eigum að setja spurningamerki við sjálfbærni þess að auðlindir séu fluttar úr landi. Við verðum að styðja með öflugum hætti við verðmætasköpun hér á landi og nýta þær auðlindir sem við eigum yfir að ráða með sjálfbærum hætti. Við erum í dauðafæri og höfum allar forsendur til að skapa sjálfbært Ísland. Við í Framsókn ætlum að vera leiðandi í þeirri vegferð með öflugu stuðningsnet fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu víðsvegar um landið. Sjálfbærni er þjóðaröryggismál, og nú er kominn tími til að setja landsbyggðina í forgang, byggja undir verðmætasköpun og öryggi allra landsmanna. Höfundur er frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi og skipar fjórða sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjálfbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun. Með sjálfbærnistefnu fylgir mikil ábyrgð, sérstaklega þegar kemur að því að fullnýta þá orku sem við eigum þegar til – til að tryggja þjóðaröryggi okkar. Það er mikilvægt að við nýtum alla orkuna sem er tiltæk. Ef við sjáum gufustróka rísa frá virkjunum eða jarðhitavökva dælt niður við 120°C, vitum við að við erum ekki að fullnýta orkuna. Við viljum sjá nýtingu og nýsköpun handan hefðbundinnar orkunýtingar og horfa til orkugjafa eins og sólar- og vindorku til viðbótar við jarðhita og vatnsafl. Það er lykilatriði fyrir þjóðaröryggi. Landbúnaður er okkur mikilvæg atvinnugrein og sjálfbærni í landbúnaði skiptir sköpum til framtíðar og styrkir stoðir öflugrar matvælaframleiðslu hér á landi í síbreytilegum heimi. Með því að stuðla að enn frekari sjálfbærni í landbúnaði getum við byggt traustari grunn að sjálfstæði þjóðarinnar. Ætlum í því samhengi að taka sjávarútveginn til fyrirmyndar, sem nær að nýta allt að 90% af hráefnum sínum. Með stuðningi við nýsköpun og hringrásarhagkerfi í landbúnaði getum við stuðlað að atvinnuþróun í öllum landshlutum og aukið verðmætasköpun í heimabyggð. Það er löngu kominn tími til að efla stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni. Á Suðurnesjum er til dæmis ekki til staðar neitt frumkvöðlasetur eða stuðningsaðstaða fyrir nýsköpun. Við hjá Framsókn teljum að þetta þurfi að breytast. Við eigum að setja spurningamerki við sjálfbærni þess að auðlindir séu fluttar úr landi. Við verðum að styðja með öflugum hætti við verðmætasköpun hér á landi og nýta þær auðlindir sem við eigum yfir að ráða með sjálfbærum hætti. Við erum í dauðafæri og höfum allar forsendur til að skapa sjálfbært Ísland. Við í Framsókn ætlum að vera leiðandi í þeirri vegferð með öflugu stuðningsnet fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu víðsvegar um landið. Sjálfbærni er þjóðaröryggismál, og nú er kominn tími til að setja landsbyggðina í forgang, byggja undir verðmætasköpun og öryggi allra landsmanna. Höfundur er frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi og skipar fjórða sæti.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun