Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. október 2024 07:02 Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtíu ár frá Kvenna árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Sjá meira
Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun