Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 29. október 2024 06:32 Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Leikskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun