Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. október 2024 08:02 Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Fjölmenning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun