Sögur Hannesar Hólmsteins Hjálmtýr Heiðdal skrifar 26. október 2024 13:00 Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar