Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun