Frægðarvæðing og innihald í stjórnmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 24. október 2024 17:31 Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar