Ómissandi fjársjóður! Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. október 2024 07:16 Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun