Hugleiðingar um kjör og starfsumhverfi kennara Þórgunnur Stefánsdóttir skrifar 23. október 2024 19:01 Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun