Jón Kjartan og Sindri Geir Sigmar Guðmundsson skrifar 24. október 2024 07:32 Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins. Ásgeir bað mig um að koma á framfæri því sem gerðist í hans fjölskyldu í ágúst. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur en vill rjúfa þá þögn sem oft ríkir um það góða fólk sem fellur frá vegna veikinda. Fjölskylda hans er sammála þeirri nálgun. Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða. Eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn höfðu yfirgefið íbúðina eftir andlátið vildi Sindri dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskyldu hans hafi þótt heppilegra að hann gerði það ekki. Örfáum stundum síðar var fjölskylduna farið að undra að ekki náðist samband við Sindra Geir. Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm. Þetta er ólýsanlegur harmur og erfitt fyrir okkur öll að ná utan um þetta. Forsagan er líka sársaukafull. Fólk deyr á biðlista Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum. Hér er rétt að nefna að aðstandendur bræðranna vilja ekki benda fingri á einstaka meðferðarstöðvar. Þau eru ekki í leit af sökudólgi. Þau vita að þetta er grimmur sjúkdómur sem er einstaklega erfiður viðureignar. Þau kenna engum einum um. Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum. Vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms er meinsemd í okkar samfélagi. Tugþúsundir verða fyrir beinum áhrifum af sjúkdómnum á hverjum tíma. Líka börn. Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári. Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist. Varnargarða um fólk Veltum því fyrir okkur eitt andartak hvernig umræðan í samfélaginu væri ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótunum. Við værum ekki að velta fyrir okkur viðbrögðum rúmum tveimur mánuðum síðar. Við værum búin að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á svæðið. Eðlilega. Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði. Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins. Ásgeir bað mig um að koma á framfæri því sem gerðist í hans fjölskyldu í ágúst. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur en vill rjúfa þá þögn sem oft ríkir um það góða fólk sem fellur frá vegna veikinda. Fjölskylda hans er sammála þeirri nálgun. Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða. Eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn höfðu yfirgefið íbúðina eftir andlátið vildi Sindri dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskyldu hans hafi þótt heppilegra að hann gerði það ekki. Örfáum stundum síðar var fjölskylduna farið að undra að ekki náðist samband við Sindra Geir. Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm. Þetta er ólýsanlegur harmur og erfitt fyrir okkur öll að ná utan um þetta. Forsagan er líka sársaukafull. Fólk deyr á biðlista Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum. Hér er rétt að nefna að aðstandendur bræðranna vilja ekki benda fingri á einstaka meðferðarstöðvar. Þau eru ekki í leit af sökudólgi. Þau vita að þetta er grimmur sjúkdómur sem er einstaklega erfiður viðureignar. Þau kenna engum einum um. Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum. Vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms er meinsemd í okkar samfélagi. Tugþúsundir verða fyrir beinum áhrifum af sjúkdómnum á hverjum tíma. Líka börn. Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári. Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist. Varnargarða um fólk Veltum því fyrir okkur eitt andartak hvernig umræðan í samfélaginu væri ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótunum. Við værum ekki að velta fyrir okkur viðbrögðum rúmum tveimur mánuðum síðar. Við værum búin að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á svæðið. Eðlilega. Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði. Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun