Hvar ætliði að finna alla þessa karla? Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:01 Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun