Er forsvaranlegt að kjósa Framsóknarflokkinn? Reynir Böðvarsson skrifar 21. október 2024 07:15 Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun