Í átt að betra Íslandi – stjórnmál sem skila árangri Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 11:32 Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun