Í átt að betra Íslandi – stjórnmál sem skila árangri Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 11:32 Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar