Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla Ólafur Stephensen skrifar 18. október 2024 11:45 Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun