Reykjavík er þriðja hávaðamengaðasta flugvallaborg í Evrópu Kristján Vigfússon skrifar 17. október 2024 14:01 Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Fréttir af flugi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun