Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Anna Lára Steindal skrifar 16. október 2024 15:31 Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar