Hvers vegna ekki að kjósa strax? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 11. október 2024 19:03 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Í sömu grein sagði ráðherrann að yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki við völd myndi verðbólgan fara úr öllu valdi og afborganir á húsnæðislánum stóraukast. Eflaust hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins ekki grunað að ráðherrann færi með öfugmæli og að við tæki sundurlaus samtíningur margra flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna – þar sem verðbólga færi upp úr öllu valdi og húsnæðislánin líka. Hvers vegna að kjósa í vor? Að þessu spurði forsætisráðherra um daginn þegar vantraustsyfirlýsing Vinstri grænna í garð stjórnarsamstarfsins var borin undir hann. Þá sagði ráðherrann að hann hefði frekar einfalda sýn á málið. „Hún er sú að við höfum skyldu til þess að vinna að framgangi okkar mála, sem stjórnin hefur komið sér saman um.“ Hann sagði seinna í viðtalinu: „Hitt er miklu meiri spurning, hvort að ríkisstjórn hefur burði til þess að klára verkefnin sín og vinna í þágu þjóðarinnar.“ Nefndi ráðherrann í því samhengi að framgangur í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum ætti að ráða úrslitum um það hvenær kosið yrði. Vandinn við orð forsætisráðherra er sá að þjóðin setur hvorki útlendinga né orkumál í forgang. Það er skýrt í öllum könnunum þar sem kjósendur eru beðnir um að forgangsraða málaflokkum. Þeir treysta augljóslega ekki ríkisstjórninni til að takast á við verðbólguna sem hún hefur leyft að grassera í að verða heilt kjörtímabil. Ég spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvers vegna hann vildi ekki kjósa núna strax. Svar hans var að ef ríkisstjórn með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvaða ríkisstjórn sem væri, sem ekki næði árangri í þeim stefnumálum sem brýnast brynnu á þjóðinni þá þyrfti hún að „fara til kjósenda og fá nýjan dóm og láta úthluta upp á nýtt“. Þarna er ég sammála ráðherranum. Það er ótækt að óvinsælasta ríkisstjórn í manna minnum sitji við völd þegar almenningur þarf á öflugri og samhentri ríkisstjórn að halda sem setur húsnæðismál, heilbrigðismál og baráttuna við verðbólguna í forgang. Stjórnarliðar vilja ekki þessa ríkisstjórn lengur og fólkið í landinu er komið með meira en nóg af henni. Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Í sömu grein sagði ráðherrann að yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki við völd myndi verðbólgan fara úr öllu valdi og afborganir á húsnæðislánum stóraukast. Eflaust hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins ekki grunað að ráðherrann færi með öfugmæli og að við tæki sundurlaus samtíningur margra flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna – þar sem verðbólga færi upp úr öllu valdi og húsnæðislánin líka. Hvers vegna að kjósa í vor? Að þessu spurði forsætisráðherra um daginn þegar vantraustsyfirlýsing Vinstri grænna í garð stjórnarsamstarfsins var borin undir hann. Þá sagði ráðherrann að hann hefði frekar einfalda sýn á málið. „Hún er sú að við höfum skyldu til þess að vinna að framgangi okkar mála, sem stjórnin hefur komið sér saman um.“ Hann sagði seinna í viðtalinu: „Hitt er miklu meiri spurning, hvort að ríkisstjórn hefur burði til þess að klára verkefnin sín og vinna í þágu þjóðarinnar.“ Nefndi ráðherrann í því samhengi að framgangur í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum ætti að ráða úrslitum um það hvenær kosið yrði. Vandinn við orð forsætisráðherra er sá að þjóðin setur hvorki útlendinga né orkumál í forgang. Það er skýrt í öllum könnunum þar sem kjósendur eru beðnir um að forgangsraða málaflokkum. Þeir treysta augljóslega ekki ríkisstjórninni til að takast á við verðbólguna sem hún hefur leyft að grassera í að verða heilt kjörtímabil. Ég spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvers vegna hann vildi ekki kjósa núna strax. Svar hans var að ef ríkisstjórn með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvaða ríkisstjórn sem væri, sem ekki næði árangri í þeim stefnumálum sem brýnast brynnu á þjóðinni þá þyrfti hún að „fara til kjósenda og fá nýjan dóm og láta úthluta upp á nýtt“. Þarna er ég sammála ráðherranum. Það er ótækt að óvinsælasta ríkisstjórn í manna minnum sitji við völd þegar almenningur þarf á öflugri og samhentri ríkisstjórn að halda sem setur húsnæðismál, heilbrigðismál og baráttuna við verðbólguna í forgang. Stjórnarliðar vilja ekki þessa ríkisstjórn lengur og fólkið í landinu er komið með meira en nóg af henni. Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun