Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. október 2024 08:32 Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögreglan Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Eru konur betri en karlar? Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun